Ríkey

föstudagur, september 08, 2006

Haustið er alveg greinilega komið, allavegana er veðrið í dag algert haustveður. Í dag var svokallaður Stúdentadagur hér við HÍ þar sem stúdentaráð stendur fyrir ýmsum uppákomum og meðal annars voru grillaðar pulsur í hádeginu. Auðvitað drifum við, verkfræðinördarnir okkur þangað og fengum okkur pulsu, gos og skúffuköku. Þetta var haldið inni í svona stóru hvítu samkomutjaldi en það var frekar blaut stemmingin þarna þar sem að allir sem komu inn voru svo hundblautir eftir að hafa hlaupið í rigningunni til að ná sér í ókeypis hádegismat, fátækir stúdentar að spara(eins og ég gerði:)). Þó svo að okkur hafi fundist tómatsósan heldur útþynnt, pulsurnar hálf kaldar og skúffukakan ekkert sérstök þá komumst við nú samt að þeirri niðurstöðu að þetta hafi verið alveg ágætis hádegismatur, þetta var nú einu sinni ókeypis. Mér finnst ég vera farin að hljóma eins og nískupúkinn Jóakim Aðalönd;)