Ríkey

föstudagur, júlí 07, 2006


Í sól og sumaryl......... já loksins lét hún sjá sig þessi gula þarna á himninum. En það hefur lítið heyrst frá mér undanfarið ekki vegna þess að ég sé búin að vera svona ofurdugleg að vinna í verkefninu mínu, nei því miður, heldur var ég að vinna á ráðstefnu sem var haldin hérna niðri í háskóla. Aumingja útlendingarnir sem voru á ráðstefnunni þegar þeir horfðu út um gluggana á veðrið (sem var rok og rigning) og litu svo á okkur Íslendingana og spurðu hvort þetta væri venjulegt sumarveður? Einn sagði mér að hann væri mjög feginn að hafa tekið þá ákörðun að taka skíðaúlpuna sína með sér, humm það var nú ekki svo vont veður þó það væri ekkert sérstakt.
En nú er ráðstefnan búin og ég búin að snúa mér aftur að verkefninu mínu. Verð nú samt að viðurkenna að það var mjög gott að setjast aðeins í heitapottinn í vesturbæjarlauginni áðan og láta sólina skína smá á sig svona í hádeginu:) Segja svo að það sé ekki gott að vera námsmaður, hehe;) Ég vona bara að sólin sé komin til að vera það sem eftir er sumars, alveg kominn tími á það. Annars er bara ekkert nýtt að frétta nema allt stefnir í það að við Óli förum í okkar fyrstu útilegu í sumar sem verður mína fyrsta útilega síðan sumarið 2004, vííííííí ég hlakka mikið til.