Ríkey

miðvikudagur, mars 07, 2007

Fór síðustu helgi í geggjaða skíðaferð norður á Akureyri - það var alveg geggjað færi enda skíðuðum við út í eitt. Verð reyndar að viðurkenna að ég þarf líklega að fara í kennslu í að fara í T-lyftu. Jább tókst einhvern veginn að klúðra því hvernig maður fer í svoleiðis lyftu en notaði eina ferðina í massívar upphandleggsæfingar;) Set hérna inn tvær myndir úr brekkunum

Óli, Konni og ég nýkomin úr T-lyftunni sem endaði á því að verða besta vinkona mín:)


Svo sýndu Óli, Konni og Kristín að öll dýrin í skóginum eru vinir, grouphug:)

Kíktum síðan aðeins og bara aðeins út á lífið á laugardagskvöldinu en eftir ritskoðun þá var ákveðið að þær myndir væru ekki birtingarhæfar á veraldarvefnum, múhahahahhahaaaa;)