Ríkey

þriðjudagur, mars 20, 2007

Hressleikinn er í fyrirrúmi um þessar mundir, sérstaklega núna í morgun þegar góður vinur minn ákvað að gleðja mig og benti mér á þetta og þetta - ég hló mikið. Gott að byrja daginn á að hlæja - kemur manni vonandi í gírinn. Veitir reyndar ekki af að komast í góðan gír núna þar sem að ég á að skila nokkuð góðu uppkasti af verkefninu mínu til yfirlestrar hjá leiðbeinandanum mínum eftir 6 vikur. Úff finnst þetta eitthvað svo stuttur tími en hlakka samt til þegar þetta verður allt saman búið. Vona að hláturinn áðan losi um ritstífluna sem var ríkjandi hér í gær, ekki góðir dagar þegar það gerist en verður maður ekki að vera bjartsýnn og always look on the bright side of life, dududurududuum;)
Farin að skrifa adios amigos............