Ríkey

föstudagur, desember 12, 2008

Ákvað mér til ánægju og yndiauka að kíkja á stjörnuspána mína í dag og þá sá ég þetta:

"Nú reynir á samskiptahæfileika þína. Haltu þig við áætlanir þínar og fáðu alla þá í lið með þér sem þú mögulega getur. "

Ok hver vill vera með mér í liði???

Var að vinna aðeins frameftir í gærkvöldi og þegar ég lagði af stað heim var vonda veðrið byrjað. Ég sat ein í risasmáa Yarisnum mínum á ljósum þegar þessi þvílíka vindhviða kom, ég hélt að bílinn myndi fjúka.....gat varla beðið eftir grænu ljósi svo ég gæti haldið áfram. Úff þvílíkt veður, var mjög fegin að þurfa ekki að vera úti í gær. Hins vegar veit ég samt um nokkra víkinga sem fóru í powerrade hlaupið í gærkvöldi meðan veðrið var sem verst, þeir hljóta samt að vera haldnir sjálfspyntingarkvöt á háu stigi ;)

Best að halda áfram að vinna og hlusta aðeins meira á jólalög Baggalúts, kemur manni í ótrúlegt jólavinnustuð :)