Ríkey

laugardagur, nóvember 01, 2008

Alveg magnað hvað fólk ætlaði að græða mikið í gær á því að fara í ríkið og hamstra áfengi áður en verðið hækkaði. Það besta var að enginn vissi hversu mikil hækkunin átti að vera en sumir fréttamiðlar voru búnir að tala um að hækkunin yrði í kringum 25-30%. Einn í vinnunni hjá mér hélt að hækkunin yrði allt að 50% þar sem gengið hefur breyst svo rosalega undanfarið. Fólk var alveg að missa sig og ætlaði ekki að missa af neinu og því var röð út úr dyrum í öllum áfengisverslunum (a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu) í gær. Ég hélt reyndar að þetta hefði nú bara verið blásið soldið upp í fjölmiðlum í gær, þ.e. fréttir af því að fólk væri að hamstra áfengi en ég fór í ríkið í Kringlunni í dag og þar voru grínlaust nánast tómar hillur. Þetta var alveg magnað að sjá þetta, hélt að þetta gerðist ekki nema kannski í mesta lagi föstudag fyrir verslunarmannhelgi. Enda sagði strákurinn á kassanum að þetta hefði verið söluhæsti dagurinn í ríkinu í ár og fólk var víst að kaupa rosalegt magn af áfengi. Er það kreppan sem fer svona með fólk eða ætluðu bara allir að græða, maður spyr sig??