Ríkey

sunnudagur, janúar 11, 2009

Stundum kemur að því að maður þarf að fá smá pepp því maður er ekki alveg viss um að maður geti gert allt það sem maður ætlar sér. Las síðan stjörnuspána mína í dag og hún var mjög uppörvandi:

"Þú leggur þig allan fram og er staðráðinn í því að verða bestur í því sem þú tekur sér fyrir hendur. Láttu það bara eiga sig."

Þetta er akkúrat það sem maður þarf til að koma sér í gírinn............. sem betur fer tek ég svona stjörnuspár ekki alvarlega. En finnst oft mjög fyndið að lesa þær. Sérstaklega þegar textinn er jafn uppörvandi og þessi :)