Ríkey

mánudagur, mars 02, 2009

Held að ég ætti að breyta nafninu mínu í Bárður því ég er algjör klaufabárður þessa dagana. Byrjaði á byltunni minni í skíðabrekkunni og þar með fór hnéð í klessu. Svo geri ég ekki annað en að reka mig í, dúndra vitlausa beininu í, missi hluti og svo framvegis........ vonandi fer þessi óheppni mín minnkandi með hækkandi sólu. Ætli þetta sé árstíminn eða bara sú staðreynd að ég braut spegil í fyrra, humm ætli það séu þá 6 ár eftir af þessu..... úff púfff......