Ríkey

mánudagur, janúar 24, 2005

Vaknaði í morgun og leit út um gluggann og ég þurfti að nudda augun til að athuga hvort ég sæi rétt. Það var snjókoma úti, humm og ég sem hélt að það væri að hlýna hérna en ekki kólna. Þegar ég kom svo út og ætlaði í skólann þá þurfti ég að skafa. Nei ég er ekki á bíl heldur hjóli og það var frosinn snjór á hnakknum sem ég þurfti að skafa af;) haha aldrei lent í svona áður.

En síðasta vika er sem betur fer búin. Hún byrjaði eins og aðrar vikur en úff endirinn var ekki svo góður. Byrjaði á því að hraðbanki át kortið mitt á fimmtudagskvöldið og ég þurfti að hringja til íslands á föstudagsmorguninn og fá bankann heima til að senda fax hingað út sem sagði að bankinn hérna mætti afhenda mér kortið mitt. Ég fór svo í tíma og hann var ekki búinn fyrr en kl.15:30 þannig að ég þurfti að bruna í bankann fyrir lokun. Þegar ég kom þangað þá var faxið komið og þau búin að ná í kortið úr hraðbankanum en NEI ég gat ekki fengið kortið af því að ég var ekki með passann minn. Þannig að best að hoppa upp á hjólið og bruna heim og ná í passann. Ég hafði 15mín til að komast aftur í bankann fyrir lokun. Ég held að ég hafi aldrei hjólað jafn hratt enda þegar ég kom aftur í bankann náði ég varla andanum. Ágætis workout þann daginn:)
En svo á fimmtudagskvöldið þá kíktum við aðeins út á lífið með Konna og vinum hans sem voru í heimsókn frá Íslandi. Það heppnaðist ekki betur en að það brotnaði smá brot úr annarri framtönninni á mér, þannig að núna er ég að fara að leita að tannlækni. Svo á föstudagskvöldið þá ætlaði ég að kveikja á tölvunni minni en neibb hún neitaði því það er einhver vírus í henni. Kjartan var svo í allt gærkvöldið að reyna að bjarga henni en björgunin verður að halda áfram síðar. Finnst ég vera hálf utanveltu og vængbrotin að hafa ekki tölvuna mína:(
Núna er komin ný vika og vona að hún verði betri;)