Ríkey

föstudagur, apríl 01, 2005

Komin aftur heim eftir gott páskafrí. Fórum til Spánar og Portúgal 1o Íslendingar saman. En ferðasagan kemur síðar, ætlaði bara aðeins að láta vita af mér. Núna er sól og ágætis veður úti en ég sit inni og læri fyrir próf:) Já alvara lífsins er tekin við aftur. Óli er núna á leiðinni til Íslands, er einhvers staðar yfir Atlantshafinu núna þannig að letilífið er búið og skólinn kallar. En það var mjög gott að fá Óla í heimsókn þó svo að greyið hafi nú fari hálfveikur heim.
Hér er kominn sumartími og er þýskaland því aftur orðið 2 tímum á undan Íslandi. Bara svona að láta ykkur vita;)
En best að fara að læra svo manni verði nú eitthvað úr verki í dag, ekki samt svo auðvelt með þetta góða veður fyrir framan nefið á sér. En það vill til að það á eftir að hlýna eftir því sem líður á sumarið. Svo styttist nú óðfluga í næstu heimsókn en það er mæðgnaheimsóknin mikla. Það er svo gaman að fá fólk í heimsókn:)