Já nú stendur próflesturinn sem hæst en hætti mér þó út í hádeginu til þess að nærast örlítið og ég er ekki frá því að það sé aðeins að hlýna. Vona það allavegana. Held að snjórinn sé nú aðeins að minnka. Um leið og ég fór í hádegismat þá kom ég við á nemendaskránni hérna í skólanum. Var nú hálfsmeyk við að fara vegna viðvarana frá öðrum nemendum sem hafa farið þangað. En ég nauðsynlega þurfti að fara því ég var eitthvað vitlaust skráð og ætlaði að reyna að kippa því í lag. Ég læddist þarna inn og fann konu sem var ekki upptekin og hún var bara alveg ótrúlega hjálpsöm og reddaði öllu fyrir mig. Reyndar fann hún mig ekki fyrst í tölvukerfinu þar sem að nafnið mitt var vitlaust skráð hjá þeim. Skil ekki af hverju þjóðverjar geta ekki skilið að maður hefur 2 nöfn og svo eftirnafn. Þeir halda alltaf að ég heiti Magnúsdóttir að fyrra nafni og svo Ríkey Huld sem eftirnafn. Hjá þeim heitir fólk yfirleitt bara einu fornafni en getur verið með mörg eftirnöfn. En núna á að vera búið að redda öllu þannig að ég er skráð fyrir næstu önn líka.
Var að kíkja á fréttir frá Íslandi og sá að íslenskir verslunareigendur eru farnir að gefa mjólkina, sem er nú reyndar gott fyrir neytendur. Held að þeir séu að verða klikkaðir. Þetta er eitthvað sem Þjóðverjar myndu flokka sem geðveiki á háu stigi, að gefa eitthvað sem hægt er að fá pening fyrir;)
Var að kíkja á fréttir frá Íslandi og sá að íslenskir verslunareigendur eru farnir að gefa mjólkina, sem er nú reyndar gott fyrir neytendur. Held að þeir séu að verða klikkaðir. Þetta er eitthvað sem Þjóðverjar myndu flokka sem geðveiki á háu stigi, að gefa eitthvað sem hægt er að fá pening fyrir;)