Þá er ég komin aftur "heim" eftir mjög góða 10 daga á Íslandi. Venjulega þegar ég hef flogið til Þýskalands þá hefur maður séð landið út um gluggan á flugvélinni og hefur það verið grænt, gult og stundum brúnt. En í dag var það hvítt og svart. Já hér er snjór og kuldi, brrrrrr....... ég er ekki alveg nógu ánægð með að hafa yfirgefið sumarblíðuna sem var á Íslandi og koma í þennan kulda. Mér finnst eiginlega eins og þetta hefði átt að vera öfugt. Vona bara að vorið fari að koma hérna á meginlandi Evrópu.
Afmælisbarn dagsins í dag er Siggi og ég segi bara: Til hamingju með afmælið Siggi:)
Afmælisbarn dagsins í dag er Siggi og ég segi bara: Til hamingju með afmælið Siggi:)