Hversu erfitt getur það verið að pumpa lofti í dekk á reiðhjóli. Svona í fyrstu þá heldur maður að þetta sé nú ekki erfitt verk og því síður að það sé hættulegt. En viti menn mér tókst að meiða mig í kvöld við þessa iðju mína og ekki bara að ég hafi fengið sár á einn putta heldur tvo. Alveg magnað hvað maður getur verið sjálfum sér hættulegur. Eða var þetta kannski bara pumpan sem réðst á mig? Vonandi dreymir mig ekki um brjáluðu pumpuna í nótt.......æ best að fara að sofa áður en ég bulla meira......góða nótt:)
mánudagur, ágúst 01, 2005
<< Home