Ríkey

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Það bætist við nýr Íslendingur hér á hverjum degi. Á sunnudaginn eignuðust Stefanía og Gísli litla dóttur og á mánudaginn eignuðust Elín og Adrian líka litla stelpu. Til hamingju öll með skvísurnar. Við fórum í gærkvöldi og kíktum á skvísuna hjá Stefaníu og Gísla. Hún var voða sæt og sýndi á sér sínar bestu hliðar og svaf bara róleg meðan við vorum þarna. Kannski vorum við bara svona þreytandi félagsskapur, hehe;)

Annars er vikan fram að þessu búin að fara í allskonar stúss hingað og þangað og ég held að ég sé búin að hjóla borgina þvera og endilanga nokkru sinnum, en það er nú bara gott fyrir rass og læri:) Sólin er eitthvað búin að vera að reyna að sýna sig í dag en er nú samt hálffeimin við það, skil það ekki. Í dag komst það á hreint að við flytjum út úr íbúðinni okkar í næstu viku. Þá flyt ég í íbúðina hennar Bjargeyjar (sem er á Íslandi um þessar mundir, þ.e. Bjargey en ekki íbúðin) og Hafrún flytur til Jónanna þangað til hún fær herbergið sem hún verður í næsta vetur. Þetta þýðir víst bara eitt, að það er farið að styttast verulega í heimkomu. Já tæpar 4 vikur þangað til ég yfirgef KA eftir eins árs dvöl. En ég er nú ekki farin strax þannig að óþarfi að vera strax með einhverja væmni. Á morgun fer ég í sveitasæluna til skiptinemafjölskyldunnar minnar og verð hjá þeim í 2 daga, aðeins að slappa af og knúsa krakkana og borða örugglega yfir mig eins og alltaf þegar ég er hjá þeim. Læt svo heyra frá mér þegar ég kem aftur úr sveitinni (það mætti halda að ég væri að fara í margar vikur;) )
Tschüss
Hjólagarpurinn.......