Ríkey

föstudagur, mars 17, 2006

Ekkert blogg í heila viku, en það er reyndar vegna þess að ég hef svifið um á perlubláu skýi. Réttara sagt hef ég keyrt um á því þessa vikuna. Jább Óli og ég vorum að kaupa okkur bíl, lítinn, sætann, perlublánn yaris. Mér hefur samt alltaf fundist soldið skrítið að setjast upp í hann og keyra af stað því mér finnst eins og ég sé á einhvers annars manns bíl en þetta er alveg að venjast:) Jább það virðist vera að strætódagar mínir séu taldir í bili, jibbíííí...........

Ég reyndi síðasta mánudagskvöld að vera 3 barna móðir í nokkra klukkutíma, kannski í erfiðustu klukkutíma dagsins eða í kringum kvöldmatarleytið þegar allir eru þreyttir og svangir. Það er ekkert svo auðvelt að leika við börnin og elda á sama tíma. Síðan að þurfa að gefa öllum að borða og reyna að borða sjálf, en það tókst sem betur fer stóráfallalaust og allir urðu saddir. Maður er alltaf að æfa sig svo þegar að því kemur þá verður maður orðin súpermamma með öll trikkin á hreinu, hehe;)