Ríkey

þriðjudagur, mars 07, 2006

Af hverju er það þannig að þegar maður sest niður fyrir framan tölvuna og ætlar að blogga þá kemur ekkert af viti upp úr manni en þegar maður situr í strætó þá er maður kominn með efni í heila bók. Held að ég þurfi að fara hafa blað og blýant með mér í strætó. En talandi um strætó þá er alveg ótrúlegt hvað sumir þurfa að hella yfir sig heilum brúsa af ilmvatni áður en lagt er af stað. Svo kemur þetta fólk inn í strætó og allt angar að einhverju kellingar ilmvatni og maður verður bílveikur áður en langt um líður. Vonandi er ég bara ekki svona sjálf;)
Annars þá hafa síðustu vikur bara flogið áfram án þess að neitt merkilegt hafi gerst nema kannski skírnin sem við fórum í og bústaðarferðin síðustu helgi. Þannig að síðasta helgi var svona slappa af/át helgi en það var líka mjög gott. Hélt nebbla að þetta yrði alveg kreisí vika en hún fór frekar rólega af stað en það þýðir hins vegar ekki að hún endi ekki í einhverri vitleysu.
Sá svo á netinu í dag að sama hvort maður sé feit eða mjó sófakartafla þá þarf maður að hreyfa sig. Segja svo að það ríki ekki jafnrétti í heiminum;)