Ríkey

miðvikudagur, mars 08, 2006

Fólk er fífl...... það er ótrúlegt hvað fólki dettur í hug að gera:

Sektuð fyrir að mála sig undir stýri
Bresk kona hefur verið dæmd til að greiða um 25 þúsund króna sekt en hún var staðin að því að mál sig á meðan hún var að aka bíl á hraðbraut í Wales.
Konan var að aka á A499 hraðbrautinni í norðurhluta Wales en á þeim vegi hafa orðið 50 alvarleg slys á undanförnum árum. Á myndum, sem teknar voru með eftirlitsmyndavélum, sást konan nota báðar hendur til að setja á sig augnskugga á meðan hún ók á um 50 km hraða á vegarkafla þar sem hámarkshraði er 60 km.
Lögreglan í Wales hefur sett upp myndbandstökuvélar meðfram þeim vegum sem þykja hættulegastir. (tekið af mbl.is)