Hélt áðan að ég myndi breytast í klaka. Fór út að skokka í hádeginu í kuldanum og rokinu niður að Ægissíðu og það var alveg hrikalega kalt. Held að ég hafi sjaldan farið í jafn heita sturtu og ég fór í eftir það. En er eiginlega búin að komast að því að mér veitir ekkert af að hreyfa mig smá til að hafa úthald í það sem er framundan. Já ég var að líta á dagatalið og sá hvað það er í raun stutt eftir af þessum vetri og mikið eftir að lesa. Verð reyndar að viðurkenna að þetta er ekki fyrsti veturinn þar sem þetta rennur upp fyrir mér á þessum tíma:) En hvað varð annars um góða veðrið? En af hverju er maður svona hissa á því að það sé smá kalt það er nú einu sinni ennþá vetur, held að íslendingar séu orðnir of góðu vanir og vilja bara hafa hlýtt alltaf. En verð að drífa mig - er að fara gera mælingar á bílvél so bis später...............
þriðjudagur, mars 21, 2006
<< Home