Ég hélt að það væri farið að styttast í vorið en greinilega þá ætlar þetta margumtalaða páskahret að sýna sig aðeins. En það styttist nú samt í vorið þar sem að það er nú kominn Apríl og dagarnir farnir að flýta sér helst til mikið. Annars gengur lífið nú sinn vanagang og ekkert merkilegt gerist. Nema í gær var ég að gera einum meistaranema hérna greiða og kenndi fyrir hann einn tíma og ég er alltaf að verða meira og meira sannfærð um að ég sé hræðilegt kennaraefni. Væri kannski betri ef að ég myndi æfa mig pínu en ég held að ég haldi mig bara við að vera nemandi, fer mér betur;)
miðvikudagur, apríl 05, 2006
<< Home