Ríkey

mánudagur, apríl 10, 2006

Ég held að ég sé í alvarlegu sykursjokki..... Helgin var ekki notuð í hollustu heldur var þetta einhver mesta óhollustu helgi í langan tíma. Jább þar sem maður varð nú árinu eldri um helgina þá skellti ég í nokkrar kökur og bauð familíunni í kaffi. Ég og Óli erum síðan búin að lifa á afgöngum og í dag þá langar mig bara í gos og nammi og ekki í neitt sem er hollt. Þetta er alveg magnað hvað sykurinn getur haft mikil áhrif á mann.

Var í tíma í morgun og þegar u.þ.b. 10 mín voru liðnar af tímanum þá læddist inn strákur og settist aftast. Ég kannaðist ekki við strákinn og fannst hann líka vera soldið skrítinn í framan þegar hann fór að hlusta á kennarann. Hann var sem sagt í vitlausri stofu greyið, en hvað gerði hann......já hann þorði ekki öðru en að vera allan tímann og hlusta á fyrirlestur sem á hann ætlaði ekkert að hlusta á.