Ríkey

föstudagur, júní 23, 2006

Jæja þá er besti dagur ársins runninn upp eða svo segir að minnsta kosti einhver breskur vísindamaður:) Held að það sé nú eins gott að þetta verði góður dagur því ætlunin er að enda hann í Jónsmessuhlaupi í Laugardalnum í kvöld. Aldrei að vita nema maður sjái einhverja velta sér upp úr dögginni í nótt eftir hlaupið. Er ekki annars sagt að maður eigi að gera það nakinn? Held að ég hafi heyrt það, ætli það breyti miklu þó maður sé í sundfötum. Það er nebbla boðið í sund eftir hlaupið og þá gæti maður nú kannski tekið einn hring í grasinu en eins og ég segi þá í sundfötum. Reyndar eru sum sundföt svo lítil að fólk gæti allt eins verið nakið. Sat í einum heita pottinum í Vesturbæjarlauginni í vikunni og sá þá eina gellu sem var í mjög efnislitlum g-strengs sundbol. Hún hafði reyndar alveg vöxtinn í það en ég held að maður myndi samt ekki mæta í svona í laugarnar, held reyndar að ég myndi ekki einu sinni vera í svona í sólbaði úti í garði heima hjá mér. En það er kannski bara tepran ég:)