Ríkey

fimmtudagur, júní 29, 2006

Núna hefur maður enga ástæðu til annars en að vera ánægður og glaður þar sem að búið er að sýna fram á að Íslendingar séu hamingjusamasta þjóð í heimi. Alveg magnað hvernig er hægt að fá út svona niðurstöður, kannski er það vegna þess að við erum svo fá að þá erum við hamingjusömust miðað við höfðatölu. Við eigum nú ýmis met þegar miðað er við höfðatölu og svo maður tali nú ekki um að við eigum fallegustu konurnar, sterkustu mennina og besta vatn í heimi. Þetta er kannski ástæða þess að við erum talin hamingjusamasta þjóð í heimi:)

Fór í saumaklúbb í gærkvöldi og þar var auðvitað mikið af girnilegum kræsingum í boði og eins og er skylda á slíkum samkomum þá borðaði maður auðvitað yfir sig sem þýðir að ég borðaði allt of mikið af sykri. Einhvern tímann lærði ég í líffræði að sykur væri aðalnæringin fyrir heilann en held samt að sykurmagn gærkvöldsins hafi verið overdose því sjaldan hefur mig dreymt jafnfurðulega og í nótt. Heilinn hefur líklega farið á yfirsnúning enda var ég liggur við þreyttari þegar ég vaknaði en þegar ég fór að sofa. Enda verður maður nú soldið þreyttur þegar maður þarf að bjarga heiminum á nóttunni, jább mig dreymdi mjög furðulega;)