Ríkey

föstudagur, október 20, 2006

Las skemmtilega föstudagsfrétt á mbl áðan. Hún var um slagsmál sem komu upp á bílastæði við Smáratorg. Tvær konur urðu brjálaðar út af bílastæði, þ.e. hvor hefði verið á undan og hvor þeirra ætti því meiri rétt á að leggja í stæðið. Þetta endaði víst með handalögmálum og kalla þurfti til lögregluna. Hvað er að fólki.........ég bara spyr.......... ég meina allt í lagi að verða pirraður ef maður missir af stæðinu sem manni fannst maður eiga meiri rétt á en hinn sem svo tók það en ég held að ég myndi ekki rjúka út úr bílnum mínum til að slást upp á stæðið. Hef reyndar séð svona gerast einu sinni og það endaði með árekstri því báðir ætluðu í stæðið og keyrðu báðir af stað í það og enduðu náttla á því að keyra á hvorn annan. Held að mér þyki of vænt um bílinn minn til að fórna honum í svona vitleysu:)

En góða helgi og varið ykkur á bílastæðum borgarinnar...hehe;)