Ríkey

föstudagur, nóvember 03, 2006

Dagurinn í gær var ekki alveg minn dagur. Það var þrisvar sinnum reynt að keyra á mig meðan ég var að keyra. Þótt ég sé á litlum bíl þá er óþarfi að reyna að keyra yfir hann:) Svo ætlaði ég að vera svo dugleg að gera mælingar fyrir verkefnið mitt, sem hefur nú ekki gengið áfallalaust hingað til, en dagurinn í gær var greinilega ekki dagurinn til þess að gera þessar mælingar því um leið og ég ætla að byrja þá bilar hluti af mælibúnaðinum. Núna er ég að bíða eftir að fá sendan nýjan magnara (sem var það sem bilaði). En þolinmæði þrautir vinnur allar eða er það ekki annars:)
Já maður verður að vera jákvæður því annars gerir maður sér svo erfitt fyrir í lífinu......vó ég fór greinilega réttu megin fram úr í morgun. Hvernig getur maður ekki verið í góðu skapi í dag þar sem að það er föstudagur og ég er að fara í óvissuferð á morgun með saumaklúbbnum mínum og spennan er gríðarleg fyrir þá ferð.

Síðasta mánudag byrjaði ég á Afró námskeiði með Kristínu vinkonu og mömmu hennar. Þetta er ekkert smá gaman en samt soldið púl. Maður er nú samt soldið eins og kjánaprik, sveiflandi höndum og fótum út í loftið að reyna að ná sporunum:) Kannski maður dansi bara afró í kringum jólatréð þessi jólin, hehe;)