Ríkey

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Ég held að það hafi lítill Hans klaufi tekið sér bólfestu inn í mér. Ég geri ekki annað þessa dagana en að klaufast. Á föstudaginn flaug ég á hausinn í stiganum heima og fékk fallega marbletti eftir það og mjög aum hné. Í gær gekk ég á glerhurð af fullum krafti, stangaði hana þannig að það glumdi í öllu. Ég veit að ég sé illa en hvað er málið með að sjá ekki heila hurð en afrakstur þess er lítil sæt kúla á enninu. Ég er svona eins og lítið barn sem er að byrja að ganga og ræður ekkert við sig:)