Helgin búin og enn einn mánudagurinn kominn. Átti reyndar mjög fína helgi sem ég eyddi kökuát og afslöppun. Fór í gær í baðstofuna í Laugum með Ingu systur og við slöppuðum af. Fengum boðsmiða í þetta dekur og ákváðum að nýta okkur það. Þetta er mjög flott þarna og ekkert smá þægilegt að vera þarna í rólegheitunum enda leið tíminn mjög hratt þarna. Við prófuðum flest allar gufurnar, en það eru ekkert smá margar þarna með mismunandi ilmum og mismiklum hita og mismiklu rakastigi. Reyndar voru sumar erfiðari en aðrar sökum hita. En fórum síðan í heita pottinn sem var með jarðsjó í sem á að vera rosagott fyrir húðina, kannski það sé ástæðan fyrir því að mér líður eins og nýrri manneskju:)
En svo er Afró aftur í kvöld og vonandi tekst mér að teypa tærnar á mér nógu vel svo ég fái ekki aftur svona miklar blöðrur eins og síðast. Fékk reyndar svo stóra blöðru á annan fótinn að ég gat varla gengið eftir tímann. En þetta er svo þvílíkt skemmtilegt að þó maður sé að drepast í fótunum þá langar manni samt að halda áfram að dansa. En talandi um að halda áfram þá er líklegast best fyrir mig að halda áfram að vinna hérna svo verkefnið komist eitthvað áfram;)
En svo er Afró aftur í kvöld og vonandi tekst mér að teypa tærnar á mér nógu vel svo ég fái ekki aftur svona miklar blöðrur eins og síðast. Fékk reyndar svo stóra blöðru á annan fótinn að ég gat varla gengið eftir tímann. En þetta er svo þvílíkt skemmtilegt að þó maður sé að drepast í fótunum þá langar manni samt að halda áfram að dansa. En talandi um að halda áfram þá er líklegast best fyrir mig að halda áfram að vinna hérna svo verkefnið komist eitthvað áfram;)