Ríkey

þriðjudagur, mars 27, 2007

Þá víst Lóan komin til landsins en verð að viðurkenna en ég held að hún hafi gleymt vorinu einhvers staðar á leiðinni. Að minnsta kosti brá mér þónokkuð í brún í morgun þegar ég leit út um gluggann í morgun og sá allan snjóinn sem hafði kyngt niður í nótt. Það var nú samt frekar vorlegt í dag þegar ég skrapp niður í bæ, já ég leyfði mér þann munað að kíkja aðeins út í ferska loftið. Reyndar fór ég nú bara því ég þurfti að sinna erindum ekki af því ég hafði svo mikinn tíma aflögu, þvert á móti..... hummmm en ef að ég er svona busy af hverju er ég þá að blogga núna.....well maður verður jú að halda geðheilsunni;)

Fór í morgun í mína árlegu heimsókn til tannsa, hann var hress að vanda. Hann mátti reyndar ekkert vera að því að skoða á mér tennurnar því hann fór að spyrja mig um verkefnið mitt og hann var svo áhugasamur að hann vildi vita meira og meira. Hann hefði ekki skilið neitt hefði hann verið byrjaður að skrúbba á mér skoltinn þannig að hann spurði og spurði þangað til hann áttaði sig á því að ég var komin til að láta yfirfara á mér tennurnar en ekki vera spurð spjörunum úr varðandi verkefnið mitt. Ekki misskilja mig hann mátti alveg spyrja en ég held að ég hafi hitt fáa sem hafa verið jafn áhugasamir um verkefnið og hann tannsi. Hann er samt fínn kall, sérstaklega þegar hann hrósar mér fyrir góða tannhirðu - það þarf lítið til að gleðja einfalda sál eins og mig;)

En talandi um að gleðja mig þá er best að ég snúi mér aftur að verkefninu og haldi áfram að skrifa.