Ríkey

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Er búin að komast að því að ég er félagsvera. Í síðustu viku þá var ég búin að vera ein hérna niðri í skóla (í húsinu sem mastersnemar hafa) allan daginn og hafði þar af leiðandi ekki talað við neinn síðan kvöldið áður og ég var að tryllast. Fór síðan um hálfþrjú að sækja skóna mína hjá skósmiðnum og fékk þá loksins að tala við einhvern, sem í þessu tilviki var afgreiðslukonan og þó svo að samskipti okkar hafi ekki verið mikil þá bjargaði hún mér alveg frá því að verða geggjuð á einverunni. Reyndar þá er stundum alveg gott að geta verið einn og einbeitt sér að því sem maður er að gera en stundum þarf maður bara að tala við einhvern um eitthvað annað en verkefnið. Sem by the way fer að klárast bráðum, jább í næsta mánuði þá klárast það og vörnin verður í lok maí vííííííííííiíií hlakka ólýsanlega mikið til:) En best að missa sig ekki alveg úr spenningi og halda áfram til þess að þetta klárist nú örugglega.
Auf wiedersehen;)