Ríkey

miðvikudagur, apríl 18, 2007

Það heitasta í heilsu umræðunni í dag er magn transfitusýra í matvælum. Sá viðtal við danskan prófessor sem hefur rannsakað þetta í mörgum löndum. Í danmörku er reglugerð sem segir til um magn transfitusýra í mat og þar má ekki vera meira en 2g af transfitusýrum á hver 100g af fitu. En svo eftir að þessi prófessor rannsakaði nokkrar vörur keyptar hér á landi þá komst hann að því að miðað við 100 grömm af fitu í matvælunum var mesta magn transfitusýra að finna í örbylgjupoppi eða 58,1 g. Í kexi og kökum fann hann 33,7 g og í djúpsteiktum skyndibita 25,9 g. Þetta er ógeð - held að ég hugsi mig tvisvar um áður en ég gúffa aftur í mig heilan poka af örbylgjupoppi, hef alveg gert það oftar en einu sinni:) Hann, þessi danski prófessor, sagði að mikið magn af transfitusýrum í mat, meira að segja bara 5g á dag auki líkurnar á hjartaáfalli um 25%........... ojjojojojojjjjj

En ætli maður setji svo sem ekki alveg helling af einhverju svona ógeði á hverjum degi án þess að fatta það. Sumt er bara svo gott að maður getur ekki alveg hætt að borða það, ég er samt reyndar hætt að borða franskar á KEN en borða samt allt annað þar;)

Hef fengið mjög misjöfn viðbrögð frá fólki varðandi nýja litinn á hárinu mínu en líklega fyndnustu setninguna á bróðursonur minn sem er 5 ára. Hann horfi á mig og spurði svo: "Ertu með hárkollu?" eins og ekkert væri eðlilegra en öll familían sem var stödd heima hreinlega missti sig úr hlátri því hann meinti þetta svo innilega. Eftir að hafa jafnað mig á hláturskastinu þá útskýrði ég fyrir honum að ég hefði farið í klippingu og þar hefði hárið á mér verið litað. Um leið og ég er búin að segja honum það þá spyr hann: "Hvernig er hárið á Óla þá á litinn núna?" og gerði þar af leiðandi ráð fyrir að fyrst ég væri búin að lita á mér hárið þá hlyti Óli bara líka að hafa gert það:) Síðan var það systursonur minn sem er að verða 3 ára sem þekkti mig ekki þegar ég var að reyna að heilsa honum í fermingarveislu sem við fórum í síðustu helgi. Það tók hann smá stund að sætta sig við það að þessi ókunnuga kona sem var að reyna að tala við hann væri í raun Ríkey frænka hans. Börn eru ótrúlega fyndin stundum:)