Ríkey

miðvikudagur, mars 28, 2007

Ég veit ekki en kannski er ég að misskilja tilganginn með því að fara í líkamsrækt en allavegana þá fór ég í leikfimi í morgun, sem er náttla ekki í frásögur færandi nema hvað.........þegar ég kem út og er að labba í áttina að bílastæðunum þá sé ég stöðumælavörð að störfum og það var sko gósen tíð hjá honum í morgun því þarna var bílum lagt út um allt og mikið af þeim ólöglega þrátt fyrir að það væri næg bílastæði en þau voru kannski 100-150m lengra frá innganginum á líkamsræktarstöðinni. Hélt að tilgangurinn með því að fara í leikfimi væri að hreyfa sig en fólk virðist samt þurfa að leggja helst í innganginum. Skil þetta ekki alveg en allavegana hafi þessi stöðumælavörður verið á prósentum þá græddi hann mikið í morgun:)

Sá síðan áðan frétt um rannsókn sem gerð var í útlöndunum um það að menn ættu ekki að sofa í sama rúmi og konan, þeir fengju ekki jafn góðan svefn eins og ef þeir svæfu einir. Einhver doktor í svefnrannsóknum sagði að manninum hefði aldrei verið ætlað að deila rúmi með öðrum, af hverju hefur það þá tíðkast frá örófi alda? En ein af ástæðunum fyrir því að maður ætti ekki að deila rúmi með öðrum væri barningur um sængina - hefur fólk ekki heyrt talað um tvær sængur í einu rúmi - bara svona hugmynd;)