Ríkey

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Góðan daginn............

Páskarnir búnir og það styttist óðum í hinn langþráða maí mánuð, en þá ætla ég að klára verkefnið mitt. Hummm en það er mikið eftir að gera og lítill tími en það er eins og alltaf þegar verkefni eru annars vegar. Leit á mbl-vefinn í morgun og sá þar stjörnuspána mína sem hljómar svona:

Hrútur: Liðið treysir á þig að koma verkefninu í höfn, og þú treystir líka á þig. Þú getur heimtað af sjálfum þér að hrista þetta fram úr erminni, en lausnarorðið er húmor. Taktu þessu létt og þá gengur það upp.

Sem sagt bara vera létt á því og þá gengur allt upp - ætti ég kannski að lauma inn brandara hér og þar í rigerðina mína;)

Fór í gærmorgun í leikfimi sem auðvitað ekki í frásögur færandi nema af því að ég reyndi að stórslasa mig........ var að koma inn í world class og var á leiðinni í tíma. Er að ganga niður tröppurnar í átt að búningsklefanum þegar ég festi tána á pæjuskónum mínum í buxnaskálminni og er þar með næstum því flogin niður þessar hörðu steintröppur. En ég náði að bjarga mér með því að grípa í handriðið og hélt eins fast og ég gat í það á meðan fæturnir á mér náðu jafnvægi aftur og ég náði að losa pæjuskóinn úr buxnaskálminni. Hvað kennir þetta manni....jú ekki reyna að vera pæja kl.7 á morgnanna það endar bara illa:)