Ríkey

laugardagur, maí 05, 2007

Kom heim í gærkvöldi frekar þreytt og úrvinda eftir daginn og vikuna. Ákvað að kveikja aðeins á imbanum áður en ég færi í háttinn, fann ekkert sérlega skemmtilegt á neinni stöð. Langaði að horfa á eitthvað sem ég þyrfti ekki að einbeita mér neitt sérstaklega að og ákvað þá að skella mynd í tækið sem ég hef verið að geyma að horfa á þangað til ég væri í rétta skapinu til þess. Þetta var myndin um hann Borat og þetta var akkúrat það sem ég þurfti í gærkvöldi. Ég hló svoooooooo mikið að ég fékk næstum því strengi í magann. Sofnaði því með bros á vör og held að það hafi verið einhverjar leifar af því ennþá þegar ég vaknaði, var allavegana nokkuð hress miðað við laugardagsmorgun og ég á leið niður í skóla. Magnað hvað þarf lítið til að gleðja mann þessa dagana:)