Ríkey

mánudagur, maí 07, 2007

Það er greinilegt að átakið Hjólað í vinnuna og góða veðrið í morgun eru að virka því ég sá alveg rosalega marga á hjólum í morgun á meðan ég keyrði í skólann. Já ég er glötuð að hjóla ekki en hef bara ekki orku að hjóla heim kl.22 á kvöldin eftir langan dag. En veðrið er alveg geggjað þessa stundina, heiður himinn og sólskin en ég hef dregið fyrir gluggann hjá mér svo ég hugsi ekki um það hversu mikið mig langar að vera úti frekar en hérna inni fyrir framan tölvuna. Það hjálpar reyndar líka að ég veit að það er bara stutt eftir og þá get ég verið eins mikið úti og ég vil, þ.e.a.s. eftir vinnu:)
See you later alligator;)