Ríkey

sunnudagur, júní 27, 2004

Ótrúlegt en satt þá tókst mér ekki að opna skólabækurnar þrátt fyrir heiðarlega tilraun í vikunni. En best að stefna á að byrja í næstu viku. Maður verður nebbla að setja sér markmið, þetta er alltaf sagt við mann;)
Þá er annars ágætis helgi að verða búin. Var samt að vinna á laugardaginn, kom heim um 4 dreif mig í sturtu og svo að kjósa. Það er nú alltaf jafn hressandi að sitja inni í einhverjum klefa og hugsa um hvar á maður að setja krossinn eða á maður kannski ekki að setja neinn kross,hummm.... erfiðar ákvarðanir. Síðan var ég drifin austur á Nesjavelli á samkomu sem félag ungra framsóknarmanna var með. Löng saga að segja frá því af hverju við fórum en enduðum þar í kokteilboði og 3 rétta kvöldverð, en þetta endaði á því að verða hin ágætasta skemmtun. Alltaf gaman þegar maður gerir eitthvað óvænt. Hver veit í hvaða ævintýri maður lendir næst.......