Halló umheimur. Loksins nenni ég að setjast fyrir framan tölvuna í stað þess að hlamma mér fyrir framan sjónvarpið og enda með því að sofna þar. Hélt í dag að það væri kominn vetur aftur. Var í kraftgalla á tímabili í vinnunni, þetta er ekki djók og ég er að vinna á höfuðborgarsvæðinu en ekki upp á fjöllum. Það er nú svo sem ekkert spennandi að gerast hjá manni þessa dagana nema hvað ég er að átta mig á því að sumarið er að fljúga frá mér og ég sem ætlaði að gera svo margt og vera síðan svo dugleg að læra, hummm ekki alveg að gerast. Tók nú samt til námsbækurnar í gær, bara svona til að friða samviskuna. Ætti þess vegna að snúa mér við og opna a.m.k. eina þeirra því þegar ég lít á þær þá heyri ég að fróðleikurinn bíður eftir því að ég opni bókina svo hann geti frussast út og beint upp í heilann minn. Vildi að það væri svona einfalt að læra:)
En best að hætta þessari vitleysu og reyna að rembast við að opna eina bók. Læt vita seinna hvernig gekk......
En best að hætta þessari vitleysu og reyna að rembast við að opna eina bók. Læt vita seinna hvernig gekk......