Ríkey

miðvikudagur, desember 08, 2004

Innan við vika þangað til að ég kem aftur á klakann og allt of mikið sem ég þarf að gera áður en ég fer. En það sem ég næ ekki að gera verður bara að reddast seinna en ég verð nú sam að viðurkenna að ég er með smá stresshnút í maganum sem fer stækkandi með degi hverjum. Hefur heldur ekki gengið neitt allt of vel að sofa undanfarið en það er mjög slæmt því ég var að lesa um rannsókn sem sýnir fram á að matarlyst eykst með minnkandi svefni. Þannig að jólin verði notuð í það að sofa og þá ætti maður ekki að fitna um jólin, eða hvað.......