Ríkey

föstudagur, desember 03, 2004

Langar að óska afmælisbarni dagsins til hamingju með daginn en það er enginn annar en Jón Geir. Velkominn í hóp hinna fallegu;)

En lífið heldur sinn vanagang hérna í KA. Þessa vikuna erum við nýbúarnir búin að vera mjög upptekin af æfingum á skemmtiatriðinu okkar fyrir 1.des fögnuð FÍK (íslendingafélagið). Það eru allir orðnir mjög spenntir að sjá hvað við höfum í pokahorninu og hefur ýmsum ráðum verið beitt til að veiða upp úr okkur hvað við verðum með. En hinir óþreyjufullu íslendingar þurfa ekki að bíða lengi þar sem að herlegheitin verða á morgun. Mikil spenna hefur verið ríkjandi hér fyrir þessum degi þar sem að við stelpurnar ætlum að byrja snemma og taka smá stelpudag áður en við mætum í fordrykkinn.

Sjálfssalar: alveg magnað hvað maður getur keypt sígarettur hérna út á hverju götuhorni í sjálfssala en svo þegar manni langar í eitthvað sætt á kvöldin þá eru ekki til sjoppur og hvað þá að maður finni nammisjálfsala einhversstaðar. En fann þó merkilegan sjálfsala um daginn. Fór á klósettið í Mensunni (mötuneyti skólans) og þegar ég var að þurrka mér um hendurnar er mér litið á vegginn við hliðina á handþurrkunni og þar var smokkasjálfsali........ hver kaupir sér smokka í skólanum? Er fólk virkilega svona á þörfinni í skólanum að það þarf að vera smokkasjálfssali þar, nei ég bara spyr. Er ekki alveg að ná þessu. Kannski er fólk að koma þarna í öðrum tilgangi en að fá sér fljótlegan hádegismat, kannski fær það sér bara eitthvað annað fljótlegt;) maður veit ekki.......