Ríkey

laugardagur, mars 19, 2005

úfff komin vika síðan ég bloggaði síðast. En síðasta vika leið mjög hratt þar sem að ég hafði nóg að gera. Var á námskeiði alla dagana frá morgni til kvölds, sat fyrir framan tölvuskjáinn og held að tölvur sogi frá manni alla orku sem maður hefur. En veðrið var mjög gott í vikunni, held að sumarið hafi verið að sýna sig smá. Það er nú samt kannski fullsnemmt að halda að sumarið sé komið.
Notuðum einmitt góða veðrið í dag og skruppum í dýragarðinn hérna í Karlsruhe. Hafrún, Konni, Unnur og ég hjóluðum í sólinni í dýragarðinn og gengum svo um allt og skoðuðum dýrin. Svo er farið að styttast í Óla, hann kemur á morgun vei:)