Ríkey

mánudagur, febrúar 21, 2005

Ég er á leiðinni.....

Já þar með er það ákveðið, ég kem heim eftir örfáa daga. Þar sem að prófið mitt frestaðist þá ákvað ég bara að skella mér heim og útskrifast. Ég kem heim á fimmtudaginn og útskrifast á laugardaginn. Allri kennslu er hvort eð er lokið í bili og hey ekki á hverjum degi sem maður útskrifast með B.Sc. í verkfræði;)

En annars var bara fyrsti lærdómsdagurinn í dag og hann gekk með eindæmum vel, þ.e. fyrsti lærdómsdagur eftir að kennslu lauk. Eða gekk vel þar til að tölvan mín byrjaði að fríka út. Já núna virkar músin (touchpadið) á tölvunni ekki. Er að segja ykkur það tölvum og hraðbönkum er illa við mig. Já fór nebbla í hraðbanka á föstudaginn og gat ekki tekið út vegna tæknilegra örðuleika en hvað haldiði .... jú það var samt tekinn peningur út af reikningnum mínum. En sem betur fer lenti ég á almennilegum þjónustufulltrúa sem reddaði öllu fyrir mig, en það var eftir að vera búin að hjóla niður í bæ og tala við bankann þar. Mjög fyndin kona í bankanum sem ég talaði við. Ég og Hafrún biðum eins og maður gerir svona í banka en svo var konan voða upptekin og hafði engan tíma til að tala við okkur og leit ekki einu sinni í áttina að okkur. En eftir mikla þolinmæði leit hún til mín og spurði: " Ætlaru virkilega að koma og fá að tala við mig án þess að eiga pantaðan tíma?" með þvílíkum hneykslunartón. Þessir þjóðverjar geta verið svo skrítnir;) en ég fékk 3 mín. af hennar dýrmæta tíma án þess að eiga pantaðan tíma.

En best að drífa sig í háttinn því á morgun bíður annar skemmtilegur lærdómsdagur og eins gott að vera út sofin....... en ég segi nú bara sjáumst bráðum;)