Ríkey

þriðjudagur, mars 01, 2005

Já þá er maður kominn heim og næstum farin aftur heim. Soldið flókið þegar maður á svona tvö heim:) En samt gaman að eiga heima á tveimur stöðum.

Ég kom til landsins á fimmtudaginn og var svo á föstudaginn bara að taka til og þvo þvott. Svo rann upp hinn mikli laugardagur, ákaflega hlýr og fagur (samt pínu rigning en bara pínu). Klæddi mig í fínu fötin og fór svo niður í Háskólabíó. Var þar viðstödd hina stórskemmtilegu athöfn sem brautskráning úr HÍ er. Þetta var nú reyndar ekki jafn slæmt og ég átti von á og tók ekki neitt sérlega langan tíma. Fór heim og fjölskyldan kom og við borðuðum saman og svo var smá teiti um kvöldið sem endaði niðri í bæ.
Á sunnudaginn kíktu svo Ásdís og Hlín í heimsókn og við kjöftuðum frá okkur allt vit eins og venjulega. Í gær ætlaði ég svo að byrja lærdóminn mikla en eitthvað fór lítið fyrir því og endaði ég bara á því að vera ótrúlega mikil húsmóðir og eldaði þennan dýrindiskvöldverð handa honum Óla mínum;)

Dagurinn í dag byrjaði nú betur. Fór nú nokkuð snemma á fætur en þurfti auðvitað að lesa öll blöðin sem bárust inn um lúguna í morgun áður en ég gat farið af stað. Þegar ég loksins ætlaði að æða niður í skóla þá var eitt dekkið á bílnum loftlaust og nú voru góð ráð dýr. Átti ég að fara aftur inn og reyna að læra heima....humm nei ekki svo góð hugmynd þar sem að ég hefði bara farið að dunda mér við eitthvað annað en lærdóm. Þannig að ég endaði á að hringja í bjargvætt allra tíma....... engan annan en pabba. Hann kom og bjargaði mér þannig að ég gat komist niður í skóla þar sem ég sit núna og er að læra. Soldið furðulegt að sitja hérna niðri í VR 2 á bókasafninu og læra á þýsku. En fyrst að ég er komin hingað þá er best að halda áfram að læra áður en ég fer heim á station fjölskyldubílnum sem ég er með í láni:)