Ríkey

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Jei ég er loksins búin að fatta hvernig maður getur sett inn myndir á bloggið, ég veit að ég er soldið slow:) En ákvað að setja inn eina mynd af mér og Óla sem var tekin á Spáni.
En er það eðlilegt að vera svangur í heilan dag? Ég vaknaði svöng í morgun og það er sama hvað ég er búin að borða í dag mér finnst ég alltaf vera svöng. Held að líkaminn sé að gera uppreisn gegn öllu þessu grænmeti sem ég er búin að borða undanfarna daga. Smá heilsuátak í gangi, það má allavegana reyna;) Ef maður sofnar saddur þá vaknar maður yfirleitt svangur þannig að ég var að pæla, ef að ég sofna svöng í kvöld ætli ég vakni þá södd á morgun? hummmm........held samt ekki