Ríkey

fimmtudagur, september 01, 2005

Þá er ég komin heim aftur, þ.e. ég er komin aftur til Karlsruhe eftir gott frí í útlöndunum. Við erum búin að fara til München, komum við í Austurríki og vorum svo nokkra daga á Ítalíu í mjög góðu veðri. Held meira að segja að mér hafi tekist á ná mér í nokkrar freknur, vona bara að þær verði ekki farnar þegar ég kem á klakann. En ferðin gekk mjög vel og við heimsóttum meðal annars Giovanna og það var mjög gaman að hitta hana aftur eftir allan þennan tíma. Hún fór með okkur í ítalska-vínsmökkun og svo á morgun förum við í þýska vínsmökkun og þá get ég sagt ykkur hvort er betra;) hehe
Annars eru bara allir hressir og kátir þó svo að sumum finnist aðeins of heitt þá er ég mjög ánægð með hitann hérna sem er búinn að vera í kringum 25-30°C. Ég er eiginlega farin að halda að ég hafi verið hitabeltisdýr í fyrra lífi:) En svo á morgun förum við í sveitina mína hérna og verðum þar um helgina, komum svo aftur til KA og svo kem ég heim á þriðjudaginn. Vá hvað það er stutt í að ég komi heim. En sé ykkur sem sagt hress og kát í næstu viku..............