Ríkey

mánudagur, ágúst 08, 2005

TAPAÐ - FUNDIÐ
Lýst er eftir sumrinu í Karlsruhe. Síðast sást til þess í júlí. Það var þá í gulleitum hlýlegum búningi. Þeir sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um ferðir þess eða þeir sem stálu því eru vinsamlegast beðnir um að skila því..........

Já ég er farin að halda að sumrið sé farið. Það var allavegana ansi haustlegt hérna í dag og eiginlega bara kalt. Held að ég komi heim algjör næpa þrátt fyrir að vera búin að búa í útlöndum í eitt ár. En annars er það að frétta að ég er búin í prófum, vei......mikil hamingja það. En núna fara dagarnir í stúss og sendiferðir. Er að afskrá mig úr öllu (skólanum, borginni), segja upp símanum og netinu og svona stúss. Eins og allir vita þá eru þjóðverjar mesta skriffinnsku þjóð í heimi og þess vegna er ekkert einfalt hérna og allt tekur langan tíma.

En mig langar til að óska Stefaníu og Gísla til hamingju með prinsessuna sem þau eignuðust á sunnudaginn. Þar með hefur Íslendingunum í KA fjölgað um einn eða réttara sagt eina:) Hlakka til að fara í heimsókn og sjá dömuna.