Ríkey

mánudagur, september 12, 2005

Komin á klakann. Kom reyndar í síðustu viku heim en er búin að hafa nóg að gera síðan þá. Ég hélt í síðustu viku að ég myndi frjósa úr kulda, soldið mikil viðbrigði að koma úr 30°C í 9°C og rok. En þetta er að venjast aftur:) Annars er ég bara byrjuð aftur í skólanum en hann byrjar frekar rólega, sem betur fer.
Komst að því eftir að ég kom heim að Íslendingar keyra undarlega, ég hélt að umferðin á vinstri akgrein ætti að ganga hraðar fyrir sig en á þeirri hægri. Neibb ekki í Reykjavík. En annars notaði ég síðustu viku til að byrja að kynna mér nýja strætókerfið en ég kem til með að nýta mér það í vetur. Ég er nú svo sem vön því að nýta mér almenningssamgöngur frá því í KA nema hvað þar var maður yfirleitt kominn á áfangastað á svona 5 mín. en hérna tekur það um 30-40 mín. Allavegana fannst mér ég vera endalaust lengi í strætóinum sem ég tók í skólann.
Jæja nóg af strætó í bili og best að fara að koma sér af stað og fara að læra, já maður verður víst að fara að koma sér í þann gírinn aftur.