Ríkey

mánudagur, október 24, 2005

Kvennafrídagurinn minn er þannig að ég sit upp í skóla og er að læra. Já það er enginn sem vill klára fyrirlesturinn minn sem ég á að halda á miðvikudaginn fyrir mig þannig að ég neyðist víst til þess að gera það sjálf. Mér var bent á það að biðja einhvern kall sem er með 64,15% hærri laun en ég til að gera hann fyrir mig en hér eru allir á sömu lélegu laununum, þ.e. námslánum frá LÍN. Þó svo að LÍN mismuni fólki eftir ýmsu þá hafa þeir allavegana ekki hingað til mismunað fólki eftir kyni, ekki svo ég viti til eða eru strákar kannski að fá hærri námslán en stelpur, hver veit???
Nei en annars þá sit ég hérna inni í hlýjunni fyrir framan tölvuskjáinn og pikka inn fyrirlesturinn minn og hugsa bara til þeirra sem eru úti í kuldanum að berjast fyrir jafnrétti og betri launum. Væri ekki líka hægt að berjast fyrir hlýrra veðri hér á klakanum. Rennilásinn á úlpunni minni var nebbla að bila sem er afar óhagstætt þegar það er svona kalt. Svo sér maður ekki neitt annað en spár um fimbulkulda sem á að vera í Evrópu í vetur, kannski eins gott að maður fari að drífa sig með úlpuna í viðgerð.

Fór á laugardaginn í útskriftarveislu hjá Hlín Ben og þvílíkt stuð. Maður dansaði alveg eins og vitlaus væri og svo var tekin einstaklega vanhugsuð ákvörðun = að fara í bæinn. Það var hvergi hægt að komast inn því það voru svo langar raðir alls staðar, meira segja allt of löng röð á Nonna til að nenna að bíða þannig að við fórum bara heim. Ég segi bara takk kærlega fyrir frábært partý Hlín...........