Ríkey

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Alveg magnað þegar maður ætlar að vera duglegur og hugsa um heilsuna þá kostar það morðfjár....... fór til tannsa áðan og hann sagði mér hvað ég væri nú með fínar tennur og hvað ég væri nú dugleg að hirða tennurnar mínar. En af því að það var nú ekkert að þeim þá varð hann nú að gera eitthvað til að fá smá pening og tók því myndir:( Til þess að láta segja mér að tennurnar mínar væru fínar þá þurfti ég að borga 7500 kr. En þá veit ég það allavegana - fór svo í búðina og keypti mér gulrætur í staðinn fyrir að fá mér gotterí. Spurning hversu lengi þetta endist þessi hollusta;)