Ríkey

mánudagur, febrúar 27, 2006

Held að ég hafi fundið þennan unga myndarlega mann sem ég lýsti eftir í síðasta bloggi, hann hefur leynst undir síðu hári undanfarið:) En þar sem að hann er í miklu uppáhaldi hjá mér þá vona ég að hann sé það líka hjá ykkur, þannig að endilega kjósa hann sem uppáhalds hér.
Held að ég hafi safnað ótrúlega mikilli orku núna um helgina, svaf alveg meira en góðu hófi gegnir og vaknaði líka þvílíkt hress og kát í morgun. Var meira að segja bara ánægð að labba út í strætóskýli, það hefur ekki gerst lengi. En í gær horfði ég á heimildarmyndina Afrika United og hún var mjög skemmtileg. Ég hef aldrei áður heyrt um þetta lið en ég mæli alveg með þessari mynd. Annars er nú ekki mikið að frétta nema bara ný vika byrjuð með nýjum fyrirheitum, já maður ætlar sér að verða duglegri á hverjum mánudegi en svo er bara alltaf strax kominn föstudagur og maður ekki búinn að gera helminginn af því sem maður ætlaði sér í vikunni. Hvort er maður að plana að gera of mikið á of stuttum tíma eða er maður bara einfaldlega latur, það er spurning?