Ríkey

fimmtudagur, mars 09, 2006

Vá þetta er met held ég - blogg 3 daga í röð, alveg magnað. En núna er ég orðin alveg sannfærð um að þessi heilsugúru sem eru alltaf að tala um hversu gott það er að hreyfa sig hafi rétt fyrir sér. Ég vaknaði nebbla í nótt skjálfandi úr kulda þrátt fyrir að sænginn næði upp að nefi, svo þegar ég vaknaði þá var ég með hausverk og leið ekki vel. En skellti mér nú í skólann sannfærð um ég myndi hrista þetta slen af mér. Fór í tíma og skalf allan tímann og þá var ég nú alveg sannfærð um að þessi árans flensa sem er að ganga væri búin að ná mér. En ég ákvað nú samt að fara út í hádeginu og skokka smá, ég er nebbla á svona hlaupanámskeiði til þess að reyna að koma mér í betra skokk form. Og viti menn eftir að hafa farið vel klædd út í kuldann og skokkað smávegis niðri við Ægissíðuna og svo fylgdi náttla heit sturta á eftir þá var ég bara að kafna úr hita og aldrei verið hressari. Þannig að núna er bara að halda áfram að hlaupa og reyna að koma sér í form. Þannig að ef þið kíkið í vesturbæinn í sumar þá sjáið þið kannski eldibrand á hlaupum, það verður sko ég múhahahahahahahaa
(úff nú er eins gott að ég gefist ekki upp á þessu skokki)