Ríkey

mánudagur, október 16, 2006

Veturinn er greinilega á næsta leiti - leit á Esjuna á leið minni niður í skóla í morgun og hún var hvít niður í miðjar hlíðar, leit þá næst á hitamælinn í bílnum mínum og hann sagði 4°C brrrrrrrr....... Svona veður gerir það reyndar að verkum að mann langar til að sitja inni og gera eitthvað af viti sem er auðvitað bara gott. Finnst líka frábært að það sé orðið svona dimmt á kvöldin því þá getur maður farið að kveikja aftur á kertum og hafa það kósí;)