Ríkey

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Ég veit að það er vetur en hvað er málið með -9°C (frost) á morgnanna - ég hljóp næstum því aftur inn og undir sæng þegar ég sá á mælinn í bílnum í morgun. Held að það hafi bara verið þrjóskan ein sem kom í veg fyrir það:) Kannski líka það að þegar maður stendur úti í svona frosti að skafa bílinn þá hægist held ég aðeins á heilanum, hehe:) Þvílíkt fallegt gluggaveður búið að vera síðustu daga, er samt fegin að þetta er bara gluggaveður því þá langar mann ekkert út meðan maður á að vera inni og læra, alltaf er maður að græða.